Veðrið hefur versnað eftir því sem á daginn hefur liðið. Mjög hvasst er í Grafarvogi og eru húsráðendur hvattir til að ganga vel frá öllu lauslegu í kringum hús sín.
Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið gerir ráð fyrir því að hann gang í norðvestan 13-20 m/s með rigningu, en hægari seint í kvöld og nótt. Hiti 3 til 6 stig. Vestan 8-15, skúrir og hlýnandi veður á morgun, en lægir um kvöldið.
Í viðvörun frá Veðurstofu Íslands eru landsmenn hvattir til að ganga frá lausamunum utandyra útigrillum, garðhúsgögnum, trampólínum og þess háttar, en tjón getur hlotist af fjúkandi munum í hvassviðrinu. Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út í verkefni.