Karla- og kvennalið Fjölnis í handknattleik unnu góða sigra um helgina. Karlaliðið tók á móti Víkingi og vann góðan sigur 32-27, þar sem Víkingur var yfir í hálfleik. Okkar menn reyndust sterkari í síðari hálfleik og sigruðu eins og áður er sagt.
Stelpurnar fengu KA/Þór í heimsókn og þar var aldrei spurning hvernig færi. Lokatölur urðu 35-26.
Fjölnir er í efsta sæti í 1. deild karla með 14 stig, fullt hús stiga, að loknum sjö leikjum. ÍR er í öðru sæti með 12 stig eftir á átta leiki og HK í þriðja sæti með 11 stig eftir átta leiki.
Fjölnir og HK eru jöfn að stigum í 1. deild kvenna, bæði með 13 stig að loknum níu umferðum.