Íslandsmótið í strandhandbolta hjá yngri flokkum fór fram í fyrsta skipti um síðustu helgi. Stelpurnar í 3. flokki kvenna hjá Fjölni gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið kvennamegin í sínum aldursflokki og enduðu í 4. sæti í heildarkeppni 3. flokks karla og kvenna, en kynin spiluðu gegn hvort öðru.
Í úrslitaleiknum unnu stelpurnar 11-10 í hörkuleik gegn liðinu „Þrælarnir hennar Ástu“ en það lið var skipað stelpum úr U-17 ára landsliðinu. Einnig var hún Ylfa valin leikmaður mótsins kvennamegin.
Lið stelpnanna skipuðu: Andrea Jacobsen, Ólöf Ásta Arnþórsdóttir, Sara Sif Helgadóttir, Sara Dögg Hjaltadóttir, Ylfa Dögg Ástþórsdóttir, Helena Ósk Kristjánsdóttir og Kristín Lísa Friðriksdóttir
Þjálfari var Jón Brynjar Björnsson