Hið árlega Vormót Fjölnis í frjálsum íþróttum var haldið 2. júní á Laugardalsvelli í yndislegu veðri. Mótið var fyrir keppendur á aldrinum 11-15 ára og tóku 75 keppendur þátt á mótinu, þar af voru 7 frá Fjölni. Keppt var í 60 m eða 100 m hlaupi, langstökki, kúluvarpi og 800 m hlaupi. Mótahaldið gekk vel og fjölmargir að bæta sinn besta árangur, en 68 persónulegar bætingar náðust á mótinu.
Þeir Fjölniskrakkar sem komust á verðlaunapall voru:
Elísa Sverrisdóttir fékk gull í 100 m hlaupi og brons í langstökki.
Kjartan Óli Ágústsson fékk silfur í 800 m hlaupi og brons í kúluvarpi.
Bjartur Gabríel Guðmundsson fékk gull í kúluvarpi.
Leonard Sveinsson fékk brons í 800 m hlaupi.
Eins og áður sagði voru bætingar keppenda margar. Helstu bætingar fjá Fjölniskrökkunum voru að 14 ára krakkarnir voru að bæta sig mikið í 100 metra hlaupinu. Bjartur Gabríel átti áður 14,68 sek en hljóp nú á 13,35 sek. Leonard átti áður 15,71 sek en hljóp nú á 13,37 sek. Elísa átti áður 14,27 sek en hljóp nú á 13,81 sek. Kjartan Óli átti áður 15,41 sek en hljóp nú á 14,30 sek. Þetta er góð byrjun á utanhússkeppnistímabilinu sem er að hefjast. Nánari úrslit mótsins má finna hér.
Á myndinni eru Kjartan Óli og Leonard ánægðir að móti loknu.