Meistaramót Íslands fyrir 11-14 ára í frjálsum íþróttum fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði um síðustu helgi. Ellefu iðkendur frá Fjölni tóku þátt í mótinu og voru flestir að bæta sinn persónulega árangur í einhverjum greinum.
Signý Hjartardóttir vann silfur í hástökki 14 ára stúlkna með stökk upp á 1,49m. Var hún jöfn annarri stúlku þegar hefðbundinni keppni lauk og þurfti því umstökk til að skera úr um hvor fengi Íslandsmeistaratitilinn.
Tvær sveitir frá Fjölni tóku þátt í boðhlaupum í flokki 14 ára, bæði stúlknasveit og drengjasveit. Voru boðhlaupin æsispennandi og stóðu krakkarnir sig vel.