FH hélt sitt árlega frjálsíþróttamót Gaflarann um helgina í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika. Mótið var fyrir 10-14 ára og tókst mótahaldið mjög vel.
Góð þátttaka var frá Fjölni á mótinu en 17 krakkar voru skráðir á mótið og voru nokkur þeirra að keppa á sínu fyrsta móti í frjálsum. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og voru settir margir persónulegir sigrar. Nokkur þeirra komust á verðlaunapall:
Kolfinna Ósk Haraldsdóttir 12 ára fékk tvenn bronsverðlaun í 60 m hlaupi og langstökki.
Ingibjörg Embla Davíðsdóttir 13 ára fékk tvenn bronsverðlaun í 60 m hlaupi og hástökki.
Una Hjörvarsdóttir 13 ára fékk silfur í hástökki.
Elísa Sverrisdóttir 14 ára fékk silfur í hástökki og brons í 400 m hlaupi.
Signý Hjartardóttir 14 ára fékk brons í kúluvarpi.
Kjartan Óli Ágústsson 14 ára fékk brons í 400 m hlaupi.
Á myndinni er hluti hópsins á mótinu.