Fyrsti leikur Fjölnis og Selfoss í úrslitaeinvíginu um sæti í Olísdeildinni í handknattleik á næsta keppnistímabili verður háður í Dalhúsum í kvöld og hefst viðureignin klukkan 19.30. Það lið sem vinnur fyrst þrjá leiki tryggir sér sæti í efstu deild.
Það skiptir mestu að byrja þetta einvígi vel en Fjölnisliðið hefur sýnt það í vetur að það hefur alla burði til að fara upp. Stuðningur við liðið í þessu einvígi skiptir miklu og eru stuðningsmenn liðsins sem og Grafarvogsbúar hvattir til að mæta og styðja vel við bakið á sínu liði.
Allir leikir liðanna í einvíginu koma fram með því að smella á myndina.