Íslandsmót í þrepum fór fram helgina fyrir páska og átti fimleikadeild Fjölnis flotta fulltrúa í stúlkna og drengja keppni. Allir keppendur skiluðu góðum keppnisæfingum og skemmtu sér vel á glæsilegu móti sem var í umsjón fimleikadeild Ármanns.
Upp úr stóð frammistaða Sigurðar Ara Stefánssonar sem varð Íslandsmeistari í 5.þrepi karla, en þetta er fyrsti íslandsmeistaratitill deildarinnar í áhaldafimleikum karla. Sigurður er ungur og efnilegur fimleikamaður sem á svo sannarlega bjarta framtíð fyrir sér og verður fróðlegt að fylgjast með honum áfram næstu árin.