Fyrsta úrslitarimma Fjölnis og Víkings um sæti í Olís-deildinni í handknattleik verður háð í Víkinni í kvöld og hefst viðureignin klukkan 19.30. Önnur viðureignin verður í Dalhúsum á fimmtudag, sumardaginn fyrsta, og hefst klukkan 19.30.
Ljóst er að fram undan eru mikilvægustu leikir í sögu handknattleiksdeildar Fjölnis, sjálft sæti í efstu deild. Liðið þarf á öllum stuðningi að halda í þessum leikjum og nú sem aldrei fyrr eru stuðningsmenn og Grafarvogsbúar hvattir til að fjölmenna á þessa leiki og hvetja liðið til dáða.
Forsala miða á leikinn í Víkinni kvöld fer fram á Gullöldin Sportbar frá kl 17:00 en þar munu einnig stuðningsmenn hittast með Hnefann í fararbroddi. 200 miðar verða í boði í forsölunni og því hvetjum við alla til að mæta á Gullöldina fyrir leikinn, næla sér í miða og svo verða góð tilboð af mat og drykk fyrir stuðningsmenn. Frítt fyrir alla yngri en 16 ára.
Mætum tímanlega á leikinn og látum í okkur heyra fyrir leik. Allir að mæta gulir og glaðir tilbúnir í slaginn í stúkunni, það má búast við fullu húsi
Slóð á viðburðinn: https://www.facebook.com/events/801804643230288/