23 börn fermast á sunnudaginn kl. 10:30
Séra Vigfús Þór Árnason og séra Guðrún Karls Helgudóttir annast ferminguna. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Hákonar Leifssonar organista.
Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00
Umsjón hafur Benjamín Pálsson og Arna Ýrr Sigurðardóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.
Kirkjuselið kl. 13:00:
Selmessa með Harry Potter þema. Séra Arna Ýrr prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Vox Populi leiðir söng. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson.
Sunnudagaskóli í umsjón Rósu Ingibjargar Tómasdóttur og undirleikari er Stefán Birkisson.