Fyrirlestur fyrir alla foreldra, stjúpforeldra, forráðamenn, kennara, ömmur, afar og allra sem koma að uppeldi barna sem nota snjalltæki, fartölvur, leikjatölvur eða önnur tæki sem tengjast inn á internetið.
Fræðslumolar um:
• meðferð persónuupplýsinga.
• alvarleika rafræns eineltis.
• alvarleika óvarlegra samskipta.
• alvarleika myndbirtinga á netinu.
• slæm áhrif ofnotkunar á tölvum og neti.
• helstu heilræði í rafrænu uppeldi.
• einfaldar öryggisstillingar.
Fyrirlesarar:
Bryndís Jónsdóttir, verkefnastjóri SAFT og Ingibjörg (Systa) Jónsdóttir, verkefnastjóri SAFT.
Netið hefur opnað fyrir ótal möguleika sem notendur geta nýtt sér á uppbyggilegan hátt. En ótal dæmi um misnotkun og óvarlega netnotkun sýna fram á nauðsyn þess að við temjum okkur og börnum okkar snemma að nota netið á uppbyggilegan hátt.
Rannsóknir sýna að á grunnskólaaldri er netnotkun orðin hluti af daglegu lífi. Mörg börn eiga snjalltæki sem býður þeim upp á að vera nettengd allan sólarhringinn alla daga vikunnar auk þess sem félagslíf barna fer að stórum hluta fram á netinu.
Hins vegar fá þau mis mikla leiðsögn heima fyrir um hvernig umgangast beri netið á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Mörg börn eru þ.a.l. ekki nógu vel upplýst um ýmsar hættur sem steðja að þeim. á þar helst nefna tælingu, óvarlegar myndbirtingar, rafrænt einelti og netfíkn svo fátt eitt sé nefnt. Því miður er raunin sú að á netinu fyrirfinnst fólks sem villir á sér heimildir í þeim tilgangi að komast í tæri við börn á þessum aldri.