Mikil aðsókn hefur verið á allar skákæfingar Fjölnis í vetur. Krakkarnir sem eru flestir á miðstigi hafa tekið miklum framförum og í hópnum eru jafnir og góðir skákmenn sem allir geta unnið hvern annan á góðum degi.
Mikill fjöldi stúlkna hefur sótt æfingarnar enda unnu Rimaskóli og Foldaskóli stúlknaflokkana á Jólaskákmóti SFS og TR örugglega um sl. mánaðamót.
Það var hart barist við 20 skákborð á jólaskákæfingu deildarinnar sem Helgi Árnason formaður skákdeildar og landsliðskonan unga Hrund Hauksdóttir stjórnuðu. Joshua Davíðsson 10 ára sigraði með fullu húsi vinninga í drengjaflokknum og jafnaldra hans Ylfa Ýr Welding í stúlknaflokki, einnig með sigur í öllum skákum.
Krakkarnir sem mæta á skákæfingar Fjölnis eru flest með 100% mætingu.