Tillaga um að sundferðir og bókasafnsskírteini verði áfram gjaldfrjáls fyrir atvinnulausa og einstaklinga með fjárhagsaðstoð til framfærslu í Reykjavík árið 2016 var samþykkt á fundi borgarráðs 21. janúar.
Einstaklingur getur sótt um sundkort og bókasafnsskírteini á Þjónustumiðstöð í sínu hverfi.
Rannsóknir sýna að atvinnuleysi geti haft neikvæðar heilsufarslegar og félagslega afleiðingar í för með sér en með því að bjóða þessum hópum upp á heilsurækt og endurgjaldslausan aðgang að Borgarbókasafninu er stuðlað að aukinni þátttöku í samfélaginu og bættum lífsgæðum.
Kostnaðarmat gerir ráð fyrir um 5,8 milljónum króna kostnaði borgarinnar á árinu 2016 og er það miðað við fjölda sundferða og bókasafnsskírteina undanfarin ár að teknu tilliti til verðlagshækkana.
Þjónustumiðstöð:
Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, Miðgarður, Gylfaflöt 5, s. 411 1400
Þjónustuver Reykjavíkurborgar sími 411 1111