Framkvæmdir í byggingu nýs fimleikahús við Egilshöllina er hafnar af fullum krafti. Fimleikahúsið verður gríðarlega lyftistöng fyrir fimleikastarfið innan Fjölnis. Áætlað er að fimleikahúsið verið tekið í notkun veturinn 2015 en það verður 2.250 fermetrar að stærð og tengist núverandi húsnæði
Mikill uppgangur hefur verið í íþróttastarfi Fjölnis síðustu árin. Fjölnir hefur verið með íþróttaaðstöðu við Dalhús og í Egilshöll. Þar hefur félagið haft knattspyrnuæfingar á inni- og útivöllum, frjálsíþróttaæfingar inni, bardagaíþróttir, fimleikaæfingar í tveimur bráðabirgðasölum auk skrifstofu.
Þar að auki hefur félagið eitt stórt íþróttahús í Grafarvogi til æfinga og keppni í handknattleik og körfuknattleik og annað minna íþróttahús í Rimaskóla til æfinga.