Fjölnir lagði HK í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag með 20 mörkum gegn 18 í Dalhúsum. Þetta var fyrsti sigur Fjölnis í Olís-deildinni frá upphafi. HK hafði yfirhöndina eftir fyrri hálfleik en í leikhéi var staðan, 8-12, fyrir Kópavogsliðið.
Fjölnisstúlkur mættu ákveðnar til leiks í síðari hálfleik, jöfnuðu, sigu fram úr og tryggðu sér að lokum frábæran sigur.
Díana Kristín Sigmarsdóttir skoraði níu mörk fyrir Fjölni í leiknum og Berglind Benediktsdóttir skoraði fjögur mörk.