Sundfólk úr Ungmennafélaginu Fjölni náði frábærum árangri á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug innanhúss sem fram fór í Laugardal um helgina. Karlasveit Fjölnis setti glæsilegt Íslandsmet í 4 x 200 metra skriðsundi en sveitina skipuðu þeir Hilmar Smári Jónsson, Jón Margeir Sverrisson, Daníel Hannes Pálsson og Kristinn Þórarinsson. Daníel Hannes vann til ferna gullverðlauna á mótinu.
Á lokadegi mótsins hélt liðið uppteknum hætti og má þar nefna að Daníel og Kristinn unnu sitt hvorn silfur peninginn og karlaboðsundsveitin fékk silfur í 4x100m fjórsundi.