Nansý Davíðsdóttir úr skákdeild Fjölnis sýndi enn einu sinni skákhæfni sína þegar hún sigraði á Íslandsmóti unglinga, 13 ára og yngri. Þetta er í annað sinn sem Nansý vinnur opinn aldursflokk í skák og er eina íslenska konan sem hefur afrekað slíkt.
Nansý vakti mikla athygli þegar hún varð Íslandsmeistari10 ára og yngri í opnum flokki og nú endurtekur hún leikinn tæpum þremur árum síðar.
Rúmlega 30 krakkar kepptu á Íslandsmóti 13 ára og yngri og þar sem að Nansý er aðeins 12 ára gömul þá hefur hún tækifæri ál að verja titilinn á næsta ári.
Til gamans má geta þess að Nansý var að vinna sinn 50. verðlaunabikar á ferlinum en ábyggilega ekki þann síðasta því auk þess að vera efnilegasta skákkona Íslands þá er hún einnig Norðurlandameistari stúlkna í yngsta flokki.