Um síðustu helgi tóku stelpur úr Fimleikadeild Fjölnis þátt í hópfimleikamóti Þórs í Þorlákshöfn. Á mótinu kepptu stúlkur úr hópi A-3 hjá Fjölni og stóðu sig með prýði og lentu í fjórða sæti samanlagt af 11 liðum.
Mótið gekk mjög vel og allir voru ánægðir með mótsdaginn. Það fengu allir keppendur verðlaun fyrir sitt besta áhald og fengu stúlkurnar verðlaun í dansi. Þær voru að keppa í fyrsta skipti sem hópur í dansi. Það voru miklar framfarir frá síðasta móti og gaman að fylgjast með stelpunum. Foreldrar fjölmenntu á mótið og studdu vel við bakið á stelpunum.