Fjölnir mætir Íslandsmeisturum FH í Pepsídeildinni í knattspyrnu á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði klukkan 19.15 í kvöld. Fjölnir hóf deildina af miklum krafti og sigraði í fyrstu tveimur leikjum sínum en tapaði í þriðju umferð fyrir ÍA á Skaganum. Liðin eru jöfn að stigum með sex stig en Stjarnan er á toppnum með níu stig að loknum þremur umferðum.
Búast má við hörkuleik í Krikanum í kvöld en stuðningur fyrir Fjölnismenn skiptir miklu máli og eru Grafarvogsbúar hvattir til að fjölmenna á leikinn og hvetja sitt sitt áfram í baráttunni.