Sundfólk úr Ungmennafélaginu Fjölni var atkvæðamikið á Íslandsmótinu í 25 metra í Ásvallalaug í Hafnarfirði um liðna helgi. Í sundi fatlaðra setti Jón Margeir Sverrisson fjögur Íslandsmet. Hann synti 200 metra fjórsund, fyrst á 2:17,18 mínútum, og síðan á 2.15,44 mínútum. Hann synti 50 metra baksund á 29,73 sekúndum og 100 metra skriðsund á 53,41 sekúndum.
Kristinn Þórarinsson úr Fjölni varð tvöfaldur Íslandsmeistari fyrst í 100 metra baksundi á nýju Fjölnismeti og undir A-lágmarki á HM og svo í 100 metra fjórsundi einnig á nýju Fjölnismeti.
Af öðrum úrslitum hjá Fjölnisliðinu má nefna að Daníel Hannes Pálsson var í fjórða sæti í 100 metra skriðsundi á nýju Fjölnismeti. Steingerður Hauksdóttir varð í 6.sæti í 100 metra baksundi. Kristján Gylfi Þórisson hafnaði í 5.sæti í 100 metra baksundi og loks varð Hilmar Smári Jónsson í 8.sæti í 100 metra skriðsundi.