Jón Margeir Sverrisson setti nýtt heimsmet í 200 metra skriðsundi í flokki S14 (þroskahamlaðir) á Opna Þýska meistaramótinu í sundi sem fram fer í Berlín þessa dagana og lýkur um helgina.
Jón Margeir tók heimsmetið af Ástralanum Daniel Fox og synti Jón Margeir á 1.56,94 mínútum. Stórglæsilegur árangur hjá Fjölnismanninum.
Þrír krakkar frá Sunddeild Fjölnis keppa nú á Opna Þýska meistaramótinu. Enn auk þess eru Davíð Þór Torfason og Þórey Ísafold Magnúsdóttir á mótinu og þau bættu bæði sína bestu tíma fyrsta keppnisdaginn.
Alls taka 568 sundmenn þátt í mótinu frá 42 löndum.