Annað Powerade sumarhlaupið 2015 er Fjölnishlaupið sem ræst verður í 27. skiptið fimmtudaginn 21. maí kl. 18:00 frá Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi við Dalhús. Athugið breyttan rástíma kl. 18:00 vegna Eurovision þetta kvöld.
Vegalengdir: 10 km og 1,4 km skemmtiskokk. Athugið að aðeins 10 km hlaup gildir til stiga í Powerade Sumarhlaupunum. 10 km hlaupaleiðin er mjög flöt nema á upphafs- og lokakílómetra og hefur reynst vænleg til bætinga. Brautin er löglega mæld og því eru met sem kunna að falla á brautinni tekin gild í afrekaskrá FRÍ. Hlaupið varð í 6. sæti í röð götuhlaupa yfir götuhlaup ársins 2014 í einkunnagjöf hlaup.is.
Tímataka og úrslit: Tímataka er í báðum vegalengdum, flögutímataka í 10 km hlaupinu. Úrslit verða birt á síðum Powerade sumarhlaupanna, timataka.net og hlaup.is
Staðsetning/hlaupaleið: Hlaupin eru ræst frá Fjölnisvellinum (við Grafarvogslaug) og í 10 km hlaupi er göngustígur hlaupinn út Grafarvoginn, um Gullinbrú, Bryggjuhverfi, Elliðaárós og yfir brú að enda göngustígarins við Endurvinnsluna í Knarrarvog. Sama leið er hlaupin til baka. Í skemmtiskokkinu verður 1,4 km hringur hlaupinn um Dalhús og yfir á Fjallkonuveg. Smellið hér til að skoða kort af hlaupaleiðinni.
Þátttökugjöld og skráning: 2.000 kr fyrir 10 km hlaup gegnum forskráningu á hlaup.is fram að miðnætti 20. maí en 2.500 ef skráð er samdægurs á staðnum. Fyrir skemmtiskokk er þátttökugjaldið 1.000 kr, en hver fjölskylda greiði að hámarki 3.000 kr (4 og fleiri). Afhending forskráningagagna og skráning á staðnum verður í anddyri Sundlaugar Grafarvogs kl. 17:00-18:45.
Verðlaun:
- Farandbikarar fyrir 1. sæti karla og kvenna í 10 km hlaupi
- Verðlaunagripir fyrir fyrstu 3 sæti karla og kvenna í 10 km hlaupi og 1.sæti karla og kvenna í skemmtiskokki
- Fyrsta sæti í hverjum aldurflokki karla og kvenna í 10 km hlaupi og skemmtiskokki hlýtur verðlaunapening
- Þátttökupeningar fyrir alla sem vilja
- Fjöldi glæsilegra útdráttarverðlauna í boði
- Keppendur í 10 fyrstu sætum í aldursflokkum öðlast stig í keppni um stigahæstu hlaupara í Powerade sumarhlaupum
Aldursflokkar:
10 km hlaup
18 ára og yngri
19-39 ára
40-49 ára
50-59 ára
60 ára og eldri
Skemmtiskokk
10 ára og yngri
11-12 ára
13-14 ára
15 ára og eldri
Drykkir í boði Vífilfells við 5 km snúningspunkt og í marki, meðlæti í marki og frítt í sund í lok hlaups
Hlaupstjóri: Sigríður Klara Böðvarsdóttir, (skb@hi.is), sími 695 3754
Heimasíða skipuleggjenda: fjolnir.is