Hinu árlega N1 knattspyrnumóti sem staðið hefur yfir undanfarna daga á Akureyri er lokið. Leikgleðin var alls ráðandi á mótinu og lét ungviðið ekki veðrið á sig fá en mikið rigndi flesta mótsdagana.
Fjölnir var með 8 lið á mótinu sem er fyrir drengi í 5.flokk og voru það samtals 72 strákar sem stóðu sig með prýði.
6 af 8 liðum Fjölnis voru að berjast um sæti 1-8 og niðurstaðan eitt gull, eitt silfur, lið í fjórða sæti, tvö lið í fimmta sæti og svo framvegis.
Fjölnir vann N1 bikarinn fyrir bestan árangur félags og er þeim hér með óskað til hamingju með góðan árangur og fyrir skemmtilegt og gott mót.

Hérna eru flottir strákar í Fjölni sem voru á N1 mótinu, stóðu sig mjög vel.