Fjölnir vann Selfoss öðru sinni á nokkrum dögum þegar liðin áttust við í 1. deildinni í handbolta á Selfossi í gærkvöldi. Fyrr í vikunni vann Fjölnir viðureign liðanna í bikarkeppninni.
Leikurinn á Selfossi í gærkvöldi var lengstum í jafnvægi en í hálfleik var staðan, 12-12. Fjölnir reyndist sterkari á lokasprettinum og tryggði sér að lokum tveggja marka sigur, 26-28.
Björgvin Páll Rúnarsson var markahæstur hjá Fjölni með átta mörk.
Með sigrinum eru Fjölnir og Selfoss jöfn í 2.-3. sæti í deildinni með 16 stig að loknum 11 leikjum. Stjarnan er í efsta sæti með 20 stig.