Fjölnir sigraði ÍA í lokaleik í 1 deild karla í körfubolta 109 – 82 og tryggðu sér þar með annað sætið í deildinni, þar sem Þór frá Akureyri tapaði fyrir Breiðablik og Höttur tapaði fyrir Tindastól. Þetta þýðir að Fjölnir leikur við Breiðablik í undanúrslitum og á Fjölnir heimaleikjaréttinn.
Nú tekur við spennandi úrslitakeppni og eru Grafarvogsbúar hvattir til að koma á leikinn við Breiðablik og hvetja strákana til sigurs.
Tindastóll bar sigur úr býtum í deildinni og hefur þegar tryggt sér sæti í efstu deild á næsta ár. Undanúrslitin hefjast föstudaginn 21. Mars og leikur þá Fjölnir við Breiðablik í Dalhúsum. Það lið sem vinnur fyrr tvo leiki fer áfram í úrslitin og sem hefjast þriðjudaginn 1. apríl. Hin viðureigninni í undanúrslitunum er á milli Þórs frá Akureyri og Hattar frá Egilsstöðum.