Fjölnismenn töpuðu oddaleiknum gegn Hamri í Dalhúsum um helgina og eru þar með úr leik í baráttunni um sæti í Dominos-deildinni í körfuknattleik á næsta tímabili.
Fyrir leikinn var staðan í rimmu liðanna jöfn, 2-2, en gestirnir úr Hveragerði höfðu frumkvæðið lengstum og tryggðu sér að lokum sigur, 91-101. Í hálfleik var staðan, 36-49, fyrir Hamar. Tímabilinu er því lokið hjá Fjölni að þessu sinni og því ekkert annað en að safna liði fyrir næsta tímabili.
Colin Anthony Pryor skoraði 36 stig fyrir Fjölni, Garðar Sveinbjörnsson 17 stig og Róbert Sigurðsson 14 stig.
Hamar er því komið í hreinan úrslitaleik um sæti í Dominos-deildinni þar sem liðið mætir annað hvort Breiðablik eða Val.