Fjölnir styrkir lið sitt verulega

Berg­sveinn Ólafs­son, fyrr­ver­andi fyr­irliði knatt­spyrnuliðs Fjöln­is, er geng­inn í raðir fé­lags­ins á ný eft­ir tveggja ára veru hjá FH. Guðmund­ur Karl Guðmunds­son er einnig kom­inn í Fjölni á ný frá FH eft­ir eins árs dvöl en hann var fyr­irliði Fjöln­is í eitt ár eft­ir að Berg­sveinn fór í FH.

Skrifuðu þeir und­ir samn­ing við Fjölni á blaðamanna­fundi sem nú stend­ur yfir í Eg­ils­höll­inni. Berg­sveinn samdi við Fjölni til þriggja ára og Guðmund­ur til tveggja ára. Báðir eru þeir upp­al­d­ir í fé­lag­inu, Berg­sveinn frá barnæsku en Guðmund­ur kom 15 ára til Fjöln­is frá Ægi í Þor­láks­höfn.

Berg­sveinn er 26 ára gam­all og var lyk­ilmaður í Fjöln­isliðinu sum­arið 2015 og lék þá í hjarta varn­ar­inn­ar. Guðmund­ur er 27 ára og er nokkuð fjöl­hæf­ur en hef­ur gjarn­an leikið á miðjunni.

 

 

 

 

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.