Fjölnir komst í annað sætið í Pepsídeild karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið gerði jafntefli, 2-2, við Víking frá Ólafsvík fyrir vestan.
Heimamenn komust yfir snemma leiks og var Kenan Turudija þar að verki. Marcus Solberg jafnaði fyrir Fjölni á 37. mínútu og var vel að þessu marki staðið hjá Dananum. Enn á ný komust heimamenn í Víkingi yfir en þá slapp Þorsteinn Már Ragnarsson í gegnum vörn Fjölnis og skoraði. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks misstu Ólafsvíkingar mann út af og léku einum færri það sem eftir lifði leiksins.
Marcus Solberg jafnaði aftur fyrir Grafarvogsliðið og sóttu Fjölnismenn nokkuð undir lok leiksins en höfðu ekki erindi sem erfiði.
Næsti leikur Fjölnis verður á heimavelli við Fylki 28. ágúst.