Fjölnismenn í körfuboltanum sitja eftir með sárt ennið en þeir töpuðu fyrir Skallagrími í hreinum úrslitaleik í Dalhúsum í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin búin að vinna tvo leiki hvort en Borgnesingar tryggðu sér öruggan sigur, 75-91.
Fjölnir hafði eins stig forystu í upphafi fjórða leikhluta en þá hrundi leikur liðsins eins og spilaborg og gestirnir gengu á lagið, sigruðu örugglega, og sætið í Dominosdeildinni varð þeirra.
Fjölnir leikur því áfram í 1. deild næsta vetur. Skallagrímur fylgir Þór frá Akureyri upp í efstu deild.