Fjölnismenn í knattspyrnunni halda áfram að semja við unga og efnilega leikmenn. Samið hefur verið við þrjá leikmenn sem er ætlað að koma inn í meistaraflokk félagsins á komandi árum og verða vonandi lykilleikmenn í liði Fjölnis sem stefnir á að stíga fast til jarðar og festa sig í sessi sem eitt af stærri félögum á landinu.
Brynjar Gauti er fæddur 1995. Brynjar hefur spilað stórt hlutverk undanfarin ár með 2. flokki félagsins á miðri miðjunni við góðan orðstír. Leikstíll Brynjars Gauta byggist á góðum leikskilningi, ásamt því að vera mjög leikinn með boltann.
Brynjar Steinþórsson spilaði í miðri vörninni hjá 2. flokki síðastliðið sumar. Hann var valinn efnilegasti leikmaður 2 flokks 2013. Brynjar er fæddur árið 1996 og hefur verið viðlogandi landsliðið undanfarinn ár. Brynjar er drengur góður og er hvað þekktastur fyrir góða nálgun við náungan og hversu mikil fyrirmynd hann er fyrir unga leikmenn.
Svein Atla þekkja allir Fjölnismenn. Sveinn var valinn efnilegasti leikmaður 2. flokks árið 2012 og var lykilleikmaður í 2. flokki félagsins í fyrra og sýndi meistaralega leiðtogahæfni í hjarta varnarinnar ásamt Brynjari, hann getur einnig leist stöðu miðjumanns. Sveinn er fæddur árið 1995 og er því á elsta ári í 2. flokki líkt og Brynjar Gauti.
Fjölnismenn eru gífurlega stoltir af þessum strákum og vonast til að sjá þá á Grafarvogsvellinum á næstu árum, stefnaan er að byggja starfið á heimamönnum og hjálpa þeim að taka skref í rétta átt á þeirra ferli.