Fjölnir skellti Víkingi í þriðja leik liðanna um sæti í Olís-deildinni í handknattleik í Víkinni í Fossvogi í dag. Lokatölur leiksins, 19-21, eftir að Fjölnir hafði leitt í hálfleik, 8-10.
Fjölnir náði mest fjögurra marka forystu í síðari hálfleik en lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Grafarvogspiltar héldu sínu striki oig tryggði sér að lokum frábæran sigur.
Fjölnir hafði tapað fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu og standa þvíu leikar, 2-1, fyrir Víingi. Þessi úrslit þýða það að liðin þurfa að mætast í fjórða sinn í Dalhúsum á þriðjudag. Með sigri í dag hefðu Víkingar tryggt sér sæti í Olís-deildinni en Fjölnismenn voru á öðru máli og nú er hlaupin mikil spenna á ný um sætið í efstu deild á næsta tímabili.