Fjöln­ir í úr­vals­deild­ina í körfubolta

Fjöln­is­menn úr Grafar­vogi tryggðu sér í kvöld sæti í úr­vals­deild karla í körfuknatt­leik með því að vinna fjórða úr­slita­leik um­spils­ins gegn Hamri en hann fór fram í Hvera­gerði og lauk 109:90, Fjölni í vil.

Fjöln­ir, sem var með 2:1 for­skot eft­ir sig­ur á heima­velli í þriðja leikn­um, var yfir 29:23 eft­ir fyrsta leik­hluta og 54:48 í hálfleik. Eft­ir þriðja leik­hluta stóð 83:68 og Grafar­vogs­bú­ar sigldu sigr­in­um ör­ugg­lega í höfn á loka­sprett­in­um.

Það eru því Fjöln­ir og Þór frá Ak­ur­eyri sem koma í stað Skalla­gríms og Breiðabliks í úr­vals­deild­inni á næsta tíma­bili.

Sr­d­an Stojanovic skoraði 24 stig fyr­ir Fjölni, Marqu­es Oli­ver 24 og Vil­hjálm­ur Theo­dór Jóns­son 21. Þá skoraði Ró­bert Sig­urðsson 17 stig og átti 14 stoðsend­ing­ar.

Evera­ge Lee Rich­ard­son skoraði 25 stig fyr­ir Ham­ar og Ju­li­an Rajic 18.

Ham­ar – Fjöln­ir 90:109

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.