Fjölnismenn komu sér fyrir í fjórða sætið í Pepsídeild karla í kvöld eftir góðan, 2-0, á Skagamönnum í Grafarvogi.
Leikurinn hafði ekki staðið yfir í nema fimmtán mínútur þegar fyrsta markið var skorað. Þar var að verki Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði og varnarmaðurinn sterki, eftir hornspyrnu. Fleiri mörk komu ekki í fyrri hálfleik.
Það var síðan Þórir Guðjónsson sem bætti við öðru mark á 63. mínútu eftir laglega sendingu frá Ragnari Leóssyni sem var þá nýkominn inn á sem varamaður. Fleiri urðu mörkin ekki og var sigur Fjölnismanna fyllilega verðskuldaður.
Fjölnir heldur sínu striki í deildinni og er í fjórða sætinu með 11 stig, FH og KR eru í sætunum á undan með 13 stig hvort lið og Breiðablik 12 í þriðja sætinu. Góð stemning var á leiknum í kvöld og voru áhorfendur 1154 talsins.