Fjölnir komst í gærkvöldi upp í annað sætið í 1. deild karla í handknattleik. Þá lagði liðið HK, 31-24, í Dalhúsum eftir að hafa leitt í hálfleik, 16-12. Leikurinn var fram af í fyrri hálfleik í jafnvægi en Fjölnismenn tóku smám saman völdin og höfðu fjögurra marka forystu í hálfleik. Fjölnir hafði áfram tögl og haldir á leikunum í síðari hálfleik og tryggði sér að lokum sjö marka sigur.
Fjölnir hefur tíu stig í öðru sætinu að loknum sjö leikjum. Stjarnan situr í efsta sætinu með 14 stig. Næsti leikur Fjölnis í deildinni er í Dalhúsum 13. nóvember en þá verða mótherjar Grafarvogspilta lið Mílunnar.
Mörk Fjölnis í leiknum gegn HK: : Björgvin Páll Rúnarsson 8, Kristján Örn Kristjánsson 7, Kristján Þór Karlsson 5, Bergur Snorrason 3, Breki Dagsson 2, Eyþór Snæland Jónsson 2, Ingvar Kristinn Guðmundsson 1, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 1.
Utan vallar: 12.mínútur