Karlalið Fjölnis hóf einvígið við ÍA um sæti í úrsvalsdeildinni á næsta tímabili með sigri þegar liðin áttust við í Dalhúsum í gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu, 79-73, en í hálfleik var staðan, 45-36, fyrir Grafarvogsliðið. Fjölnir var beittara allan fyrri hálfleikinn. Síðari hálfleikur var ekki eins góður en Fjölnir vann engu að síður mjög mikilvægan sigur en næsta viðureign liðanna verður á Akranesi.
Colin Pryor var stigahæstur í liði Fjölnis með stig. Þorgeir Freyr Gíslason skoraði 12 stig og Garðar Sveinbjörnsson 11 stig.
Önnur viðureigninni verður á föstudag á Akranesi klukkan 19.15. Stuðningsmen liðsins hittast kl. 17.00 í Dalhúsum og ætla körfuknattleiksdeildin og Kjötbankinn að bjóða stuðningsmönnum uppá hamborgara áður en við förum saman upp á Akranes.