Unnar Jóhannsson, blaðamannafulltrúi Fjölnis, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson skrifaði í Morgunblaðið í dag að umgjörð félagsins sé ekki boðleg í efstu deild.
Góðan dag
Vegna ummæla blaðamanns Morgunblaðsins sem birtust í Morgunblaðinu og á fotbolta.net í dag 26. ágúst 2014 vill blaðamannafulltrúi Fjölnis koma eftirfarandi á framfæri.
1) Ummæli Þorkels um óyfirbyggða stúku hefur lítið að gera með umgjörð félagsins á leikjum, eins og allir vita eru mörg félög sem fá undanþágu þegar lið koma upp um deild. Félagið sjálft hefur eins og öll önnur félög ekki efni á að fara í stórar framkvæmdir án fjárhagslegrar aðstoðar.
2) Ummælin um lélegustu blaðamannaaðstöðu liða deildarinnar eru athyglisverð þar sem að Þorkell er sá fyrsti sem setur út á hana í sumar, undirritaður hefur ekki fengið kvörtun um hana áður en þar má gera betur.
3) Hliðið sem blaðamaður talar um á að vera læst klukkustund fyrir leik og á meðan að leik stendur, eins og stendur á hliðinu er inngangur á völlinn í gegnum inngang sundlaugar og hefur verið þar undanfarin 3.ár.
Einnig er mikilvægt að taka það fram að þær áhorfendatölur sem að fóru í loftið í gær voru rangar og eftir að hafa borið saman bækur er rétta talan 388, rétt er að taka það fram að þarna er ekki um mikla aukningu að ræða en rétt skal vera rétt. Við höfum að sjálfsögðu miklar áhyggjur af mætingunni á völlinn en allra leiða til að bæta það verður leitað.
Unnar Jóhannsson, blaðamannafulltrúi Fjölnis