Fjölnismenn halda sínu striki áfram í Pepsídeildinni karla í knattspyrnu en í kvöld gerðu Grafarvogspiltar frábæra ferð í Garðabæinn og lögðu heimamenn í Stjörnunni með sannfærandi hætti, 1-3. Mark Magee skoraði fyrsta markið á tíundu mínútu leiksins og var markið afar glæsilegt. Staðan í hálfleik, 0-1, en Magee var aftur á ferðinni á 49. mínútu. Slapp þá inn fyrir vörn Stjörnunnar og skoraði af yfirvegun.
Grafarvogsliðið innsiglaði síðan frábæran sigur á 70. mínútu þegar Brynjar Gauti Guðjónsson gerði sjálfsmark. Það var síðan Halldór Orri Björnsson sem lagaði stöðuna örlítið fyrir Stjörnuna með mark úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok.
Með sigrinum í kvöld eru Fjölnismenn í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig. FH er efst með stig og Breiðablik er í öðru sætinu með 15 stig. Næsti leikur liðsins verður gegn Leikni á heimavelli 15. júní.