Fjölnir/ Fylkir íslandsmeistarar í 3. flokki, sigruðu Val í úrslitaleik í dag í Kaplakrika 23 – 20.


Magnaður sigur hjá strákunum í dag í háspennuleik, þeir voru 4 mörkum yfir í hálfleik en byrjuðu seinni hálfleikinn ekki alveg nógu vel en voru þó 2 til 3 mörk yfir. En Valur jafnar leikinn þegar um 5. min eru eftir og spennan óbærileg í húsinu. en strákarnir héldu út og unnu 3 marka sigur á sterku Vals liði.
Íslands og bikarmeistarar 2019, frábær árangur og eiga strákarnir og þjálfararnir, Magnús og Guðmundur hrós skilið fyrir þennan frábæra árangur.
Axel var valinn maður leiksins og var magnaður í dag, hef ekki upplýsingar um markvörsluna en hann tók 2. víti og átti frábærar vörslur
Goði átti góðan dag, skoraði 7 mörk og var síógnandi
Daníel 4, Hafsteinn Óli 3, Arnar Máni 2, Elvar Otri 2,
Hjá Val voru Arnór Snær og Stiven Tobar markahæstir með 4 mörk hvor.

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.