Fjölnir tryggði sér í kvöld bikarmeistaratitil í 2. flokki karla í knattspyrnu í úrslitaleik keppninnar á Kópavogsvelli. Strákarnir úr Fjölni mættu Breiðabliki og fóru með sigur af hólmi, 5-4, eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan jöfn, 1-1.
Magnús Pétur Bjarnason náði forystunni fyrir Fjölni í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik jafnaði Sólon Breki Leifsson fyrir Blika. Í framlengingunni fengu bæði liðin tækifæri til að skora en allt kom fyrir ekki. Vítaspyrnukeppnin var því óumflýjanleg og þar reyndust Grafarvogspiltar sterkari og tryggðu sér sætan sigur í bikarkeppninni. Jökull Blængsson var hetja Fjölnis en hann varði síðustu vítaspyrnu Blika.
- flokkur Fjölnis hefur verið að gera það gott í sumar en liðið vann B-deildina á Íslandsmótinu. Með þessa efnilegu pilta er framtíðin björt í Grafarvoginum. Myndirnar úr Kópavogi í kvöld tók Raggi Óla.