Fjölnir átti góðan hóp keppenda í frjálsum íþróttum á Unglingalandsmótinu sem fram fór á Akureyri um verslunarmannahelgina. Alls fengu þau 6 gullverðlaun, 3 silfur og 3 brons. Mótið fór fram við góðar aðstæður á Akureyri en í frekar köldu veðri. Eftirfarandi keppendur hlutu verðlaun:
Helga Þóra Sigurjónsdóttir 15 ára fékk gull í langstökki og hástökki og silfur í 80 m grind.
Karen Birta Jónsdóttir 14 ára fékk gull í spjótkasti og hástökki og brons í 100 m hlaupi.
Dagmar Nuka Ósk Einarsdóttir 14 ára fékk gull í kúluvarpi.
Signý Hjartardóttir 13 ára fékk silfur í hástökki og brons með blandaðri sveit í boðhlaupi.
Viktor Nói Kristinsson 16 ára fékk silfur í hástökki og brons í spjótkasti.
Hermann Orri Svavarsson 16 ára fékk gull í hástökki. Birkir Örn Þorsteinsson 14 ára fékk brons í 100 m hlaupi.