Eftir frábært tímabil yngri flokka Fjölnis í handboltanum er ljóst að þrjú af sjö liðum náðu í A úrslit, þau enduðu annað hvort í efstu sex sætunum í fyrstu deild eða í efstu tveimur í annarri deild. Hin liðin sem komust ekki í A úrslit náðu hins vegar að komast í B úrslit og því eigum við fulltrúa í A eða B úrslitum eða alls sjö af sjö liðum.
Stelpurnar á eldra ári 4. flokks byrja með leik gegn KR í dag. kl 18:00 í Íþróttamiðstöðinni Dalhúsum, á eftir þeim koma svo 4. flokkur yngra ár stráka sem spila við ÍR í Austurbergi á miðvikudag kl 17:15 og 4. flokkur eldra ár stráka sem fara í ROAD TRIP til Vestmannaeyja og spila gegn ÍBV á fimmtudag kl 13:30. Þetta eru allt leikir í 8 liða úrslitum, sigurvegarinn heldur áfram á meðan að tapliðið er úr leik. Það er til mikils að vinna eða sjálfur ÍSLANDSMEISTARATITILINN.
Ef einhverjir muna þá spiluðu einmitt stelpurnar á eldra ári, þá á yngra ári, til úrslita við HK í fyrra þar sem þær töpuðu grátlega 17-15. B úrslitin verða svo leikin á einni helgi, þar sem fyrstu leikir eru næstu helgi.
Það sem skiptir mestu máli er að þú kæri stuðningsmaður, foreldri, afi, amma, frændi, frænka, vinur eða vinkona mætir til að sýna þessu frábæru leikmönnum/liðum stuðning þegar mest á reynir. Þau hafa sannarlega unnið fyrir þeim stuðning.