Fjölnismenn mæta Fylki í 13. Umferð Pepsídeildar karla í knattspyrnu í Árbænum í kvöld og hefst viðureign liðanna klukkan 19.15. Gengi Grafarvogsliðsins hefur ekki verið gott í síðustu leikjum og hefur liðið tapað fjórum leikjum í röð.
Byrjunin í sumar var einstaklega góð en síðan hefur verið á brattann að sækja, liðið misst sterka leikmenn en að undanförnum hafa nýir menn verið að bætast í hópinn.
Fjölnismenn sitja í fimmta sætinu með 17 stig þrátt fyrir fjóra tapleiki í röð. Leikurinn í kvöld skiptir afar miklu máli upp á framhaldið.
Fylkismenn eru erfiðir heim að sækja og eru stuðningsmenn liðsins sem og Grafarvogsbúar hvattir til að fjölmenna á leikinn og styðja sína menn í baráttunni.