Á fjölmennu jólaskákmóti Skóla-og frístundasviðs og TR unnu stúkurnar í Foldaskóla sigur í yngri flokki. Stúlkurnar sem allar eru í 5. bekk unnu fyrsta skákbikarinn sem Foldaskóli vinnur á skólamóti í skák. Rimaskóli hélt sínu striki, sendi 26 skákmeistara og sex skáksveitir jólaskákmótið og hlutu Rimaskólakrakkarnir alls 35 verðlaunapeninga á þeim tveimur dögum tveimur dögum sem mótið stóð yfir. Keppt var annars vegar í flokki 1. – 7. bekkjar og hins vegar í flokki 8. – 10. bekkjar á mótinu. Rimaskóli átti skáksveitir í verðlaunasætum í öllum fjórum flokkum mótsins. Stúlknasveitin í 8. – 10. bekk varð í 1. sæti. Í opnum flokki urðu sveitir Rimaskóla í 2. sæti á báðum aldursstigum. Loks hlutu B sveit yngra stigs og yngri stúlknasveitin bronsverðlaunin á þessu fjölmenna skákmóti sem um 130 grunnskólanemendur tóku þátt í. Af 12 verðlaunasveitum voru 6 skáksveitir úr Grafarvogi, fimm frá Rimaskóla og ein frá Foldaskóla.