Reykjavíkurráð ungmenna heldur fund með frambjóðendum flokka til borgarstjórnarkosninga í Hinu húsinu í kvöld klukkan 19.30. Frambjóðendur fá tækifæri til að kynna sig og stefnumál sín fyrir ungu fólki og ungt fólk í Reykjavík fær tækifæri til að spyrja frambjóðendur spurninga. Fundurinn verður í upplýsingamiðstöð Hins hússins, Pósthússtræti 3-5 og hefst 19:30.
Markmið með starfsemi Reykjavíkurráðs ungmenna er m.a. að skapa vettvang og leiðir til þess að gera þeim sem eru yngri en 18 ára kleift að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila og að þjálfast í lýðræðislegum vinnubrögðum.
Í starfi sínu í vetur sem og síðastliðin ár hafa ungmennaráð fjallað um málefni ungs fólks og tekið þátt í ýmsum verkefnum sem fulltrúar ungs fólks í Reykjavík. Reykjavíkurráð ungmenna er jafnframt samráðsvettvangur allra ungmennaráða sem starfa í borginni.