Borgarráð hefur sent drög að stefnu um frístundaþjónustu til umsagnar til starfsstaða borgarinnar, félagasamtaka og samtaka foreldrafélaga og foreldraráða.
Í samstarfssáttmála meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur 2014-2018 er áhersla á jafnan aðgang barna að fjölbreyttu og skapandi frístundastarfi og að mótuð verði stefna um hlutverk Reykjavíkur í frístundaþjónustu og félagsstarfi, með sérstaka áherslu á börn og unglinga.
Á vorönn 2015 skipaði borgarstjóri stýrihóp um frístundaþjónustu og félagsstarf. Á fundi borgarráðs 7. júlí sl. voru lögð fram drög hópsins að stefnu um frístundaþjónustu í Reykjavík. Samþykkti ráðið að óska eftir því við svið borgarinnar að senda tillöguna til allra starfsstaða, íþróttafélaga, SAMFOK´s; samtaka foreldra og foreldraráða, hverfisráða, Reykjavíkurráðs ungmenna og fl. og hvetja viðtakendur til þess að senda inn umsögn.
Stýrihópinn skipa Sóley Tómasdóttir (formaður), Skúli Helgason og Marta Guðjónsdóttir. Starfsmaður hópsins er Sigrún Sveinbjörnsdóttir. Stýrihópurinn fékk jafnframt til liðs við sig fulltrúa frá öðrum sviðum borgarinnar.
Umsagnir um stefnudrögin skulu sendar á netfangið borgarradsgogn@reykjavik.is. Frestur til að skila umsögnum er til 16. ágúst nk.
Sjá stefnudrögin