Díana Kristín Sigmarsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hélt til Molde í Noregi í dag til að taka þátt á æfingum í þrjá daga. Molde Elite spilar í efstu deild Noregs sem er töluvert sterkari en Olís deildin með lið eins og Larvik, Vipers Kristianstad og Glassverket innanborðs.
Liðin komust að samkomulagi eftir viðræður fyrr í vikunni þar sem Díana mun dvelja frá sunnudegi til miðvikudags. Eftir æfingarnar mun það svo ráðast hvort að þeim líst vel á hana og þá er sá möguleiki fyrir hendi að Díana fari á lán út tímabilið. Díana mun koma í tæka tíð til baka fyrir bikarleikinn gegn Fylki á miðvikudaginn.
Þess má geta að Einar Jónsson þjálfari karlaliðs Stjörnunnar stýrði Molde Elite upp í efstu deild í fyrra með Birnu Berg Haraldsóttir innanborðs.