Tæplega mánuður er síðan að dagur fór að lengja. Þegar sól fer að hækka á lofti eftir vetrarsólstöður og daginn að lengja er stundum sagt að munurinn nemi hænufeti á dag. Morguninn var ægifagur í Grafarvoginum í morgun og sást þá greinilega munurinn á dagsbirtunni en myndin var tekinn rúmlega níu. Áhrif birtunnar eru þó enn meiri seinni partinn.
Fyrsta sólarhring frá sólstöðum, sem var 21. desember, lengdist sólargangurinn í Reykjavík um 9 sekúndur. Annan daginn lengist hann um 27 sekúndur og þriðja daginn um 44 sekúndur. Úr þessu lengist dagurinn hratt en til að mynda 1. febrúar n.k. verður dagurinn heilar 7 klukkustundir og 5 mínútur. Þá verður sólarupprás klukkan 10.09 og sólsetur 17.14.