Byrjendanámskeið hlaupahóps Fjölnis hefst í dag, mánudaginn 5. september við Grafarvogslaug kl 17:30. Þjálfarar verða Ingólfur Björn Sigurðsson og Ingvar Hjartarson. Allir eru velkomnir, bæði algjörir byrjendur og einnig þeir sem eru komnir með einhvern grunn í hlaupum en vilja meiri tilsögn, aðhald og góðan félagsskap.
Gerðar eru teygju- og styrktaræfingar inní sal í Dalhúsum í lok æfingarinnar. Skráning á námskeiðið er inná fjolnir.is undir „Iðkendaskráning“ efst til hægri á síðunni. Sjá hér. Verð á námskeiðið er 10.000 kr. Þátttakendur á námskeiðinu geta svo hlaupið með hlaupahópnum fram að áramótum án frekara gjalds. Nánari upplýsingar eru settar inná facebooksíðu hlaupahópsins „Skokkhópur Fjölnis“.
Hlaupahópurinn er orðinn hluti af Frjálsíþróttadeildinni og er með æfingar við Grafarvogslaug alla mánudaga og miðvikudaga kl 17:30-19:00 og æfingar á fimmtudögum ýmist úti eða í Laugardalshöll. Einnig skipuleggur hópurinn hlaup á laugardögum.
Skráning í hlaupahópinn er inná fjolnir.is undir „Iðkendaskráning“ efst til hægri á síðunni. Sjá hér. Hægt er velja um að greiða ársgjald 25.000 kr (janúar – desember) eða greiða hverja önn fyrir sig 10.000 kr. Nánari upplýsingar eru inná facebooksíðu hópsins: „Skokkhópur Fjölnis“.