Það voru glaðar fimleikastúlkur sem komu heim með bronspening um hálsin eftir bikarmót í áhaldafimleikum sem fór fram um liðna helgi. Keppt var samkvæmt reglum fimleikastigans í 4. og 5.þrepi, mót stúlknana fram í Stjörnunni og strákana í Björk.
Mótinu var skipt í A og B keppni hjá stúlkunum og sendum við tvö lið í A keppni og tvö lið í B keppni. Það voru fjórir strákar sem kepptu í 5.þrepi sem lið en 4.þreps strákarnir okkar kepptu sem gestir.
Fjölniskrakkar skiluðu flottum fimleikum undir leiðsögn þjálfara sem hafa sannarlega unnið frábært starf undanfarið.
Verðlaunasæti fyrir samanlagðan árangur:
4.þrep A keppni
3. sæti – Hópar KÁ-1 og MÁ-1
5.þrep A keppni
3. sæti – Hópar KÁ-2 og MÁ-2
Úrslit: http://live.sporteventsystems.se/
Myndasíða fimleikadeildar: https://www.flickr.com/photos/fjolnirfimleikar/
Myndir frá fimleikasambandi: https://www.facebook.com/fimleikasamband/