Borgarstjórinn í Reykjavík býður á föstudagsmorgun til opins fundar um uppbyggingu atvinnustarfsemi í Reykjavík og góða borgarþróun. Fjallað verður um stærstu verkefnin í atvinnuuppbyggingu í dag og á næstu árum. Dregin verður upp mynd af gæðum borgarsamfélagsins og hvernig við tryggjum þau.
Meðal fyrirlesara á föstudag eru Þorsteinn Hermannsson nýráðinn samgöngustjóri borgarinnar og Eric Holding, arkitekt og borgarhönnuður, en hann hefur yfir 25 ára reynslu af borgarhönnun víða um heim. Hann vakti meða annars athygli fyrir verðlaunatillögur sínar að nýju hverfi í Urriðaholti í Garðabæ. Undanfarin ár hefur hann unnið að umbreytingu Battersea hverfisins í London sem er eitt stærsta þróunarverkefni á blandaðri byggð í Evrópu í dag auk þess að vinna að borgarhönnun í Prag og San Francisco. Bók Erics, Staged Architecture, var árið 2000 valin bók ársins 2000 í flokki arkitektabóka af Sunday Times.
Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar eru málstofustjóri og hún heldur jafnframt erindi.
Dagskrá opins fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 20. maí
8:30 Húsið opnar – kaffiveitingar
9:00 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri: Athafnaborg í örum vexti
– uppbygging innviða og atvinnuhúsnæðis í Reykjavík
10:05 Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs:
Að innleiða aðalskipulag – borg á breytingartímum
10:20 Þorsteinn Hermannsson, samgöngustjóri:
Samgöngur í 300 þúsund manna borg
10:45 Eric Holding, arkitekt og borgarhönnuður:
Creating a sense of place together